-

@ eirikur
2025-04-22 20:35:29
Austurrísk hagfræði er í raun ekkert annað en praktískur leiðarvísir að siðmenningu. Hún byggir á óhrekjanlegum frumsemdum um eignarrétt og sjálfsábyrgð. Eignarrétturinn er forsenda þess að friðsamlegt samfélag geti þrifist – og þar með siðmenning orðið til. Grundvallarhugmynd austurríska skólans er mjög einföld: enginn má ráðast gegn líkama eða eigum annars manns.
Þegar þessum grunngildum er fylgt skapast rými fyrir samvinnu, sjálfsprottna reglu og sjálfbæra velsæld. Sjálfsprottin regla er það fyrirbæri þegar skipulag og samvinna myndast án miðstýringar – þegar fólk einfaldlega finnur leiðir til að vinna saman í gegnum frjáls samskipti. Dæmi um slíkt eru þróun tungumála, þjóðlegar venjur og menning, eða jafnvel markaðir á borð við Kolaportið.
En þegar brotið er gegn þessum grunngildum – til dæmis með miðstýrðum stýrivöxtum, stjórnlausri peningaprentun eða þvingaðri skattheimtu – raskast þessi náttúrulegi friður. Í staðinn kemur valdbeiting, ósýnileg eignaupptaka, röskun á sjálfsprottinni reglu og siðferðileg hnignun.